Skráningu er lokið

Skráningu í hugbúnaðarkeppnina er lokið. Keppnisstjórn vinnur nú að því að villuprófa skráningar og skipa þeim í lið sem skráðu sig til leiks sem einstaklingar.
Keppnin verður formlega sett á morgun laugardaginn 23. mars í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8.
Þá verða liðin sem taka munu þátt í keppninni kynnt.

Dagskrá laugardagsins má finna hér.

Þeir sem ekki eiga heimangengt á morgun geta fylgst með setningu keppninnar og dagskránni í kjölfar hennar á þessum vef.